Tjörn í Svarfaðardal

Tjörn er bær og fyrrum kirkjustaður í Svarfaðardal sem dregur nafn af litlu stöðuvatni skammt frá bænum. Kristján Eldjárn (1916-1982), Þjóðminjarvörður og þriðji forseti íslenska lýðveldisins  (1968-1980), fæddist að Tjörn árið 1916.

Brandur Örnólfsson

Á 12. öld bjó hér maður að nafni Brandur Örnólfsson en hann hafði drepið Sumarliða Ásmundsson bónda á kaupstefnu á Gásum 1191. Kolbeinn Tumasona, þá ungur maður en líklega orðinn oddviti Ásbyrninga, var staddur á kaupstefnunni. Brandur leitaði á náðir Kolbeins sem kom Brandi úr landi svo lítið bar á en Sumarliði var náfrændi Guðmundar Arasonar, prests og síðar biskups.

Þekktir prestar

Árið 1721 vígðist hingað sem aukaprestur hinn göldrótti Grímólfur Illugason sem þjónaði meðal annars í Glaumbæ í Skagafirði. Hér má lesa frásögn um Grímólf í Þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar. Séra Kristján Eldjárn Þórarinsson (1843-1917) ólst hér upp að hluta til og þjónaði hér sem prestur frá 1878 til æviloka. Afkomendur hans tóku upp ættarnafnið Eldjárn árið 1918. Prestsskapur lagðist af á Tjörn við andlát séra Kristjáns en núverandi kirkja á Tjörn er frá árinu 1892.

Listamenn frá Tjörn

Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Sigrún Eldjárn, myndlistarkona, eru börn Kristjáns fyrrverandi forseta og eiginkonu hans Halldóru Eldjárn (1923-2008). Ari Eldján, eftirherma og uppistandari, er er sonur Þórarins Eldjárns og Hjörleifur Hjartarson, rithöfundur, er bróðursonur Kristjáns Eldjárns.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar