Beinahóll á Kili

Beinahóll er hraunborg á Kili sem dregur nafn sitt af beinum hrossa og kinda sem talin eru hafa drepist þegar Reynistaðabræður urðu úti á Kili árið 1780. Eftir slysið mögnuðust sögur um reimleika á Kili og í kjölfarið dró svo úr ferðum manna yfir Kjöl að segja má að leiðin yfir Kjöl hafi týnst. Það var ekki fyrr en að dönsk yfirvöld sendu landkönnuðinn Daniel Bruun til að finna aftur Kjalveg og rannsaka fornleifar í Hvítárnesi að Kjölur komst aftur á kortið sem ferðaleið milli Suðurlands og Norðurlands.

Skildu eftir svar