Dverghamrar á Síðu

Dverghamrar eru sérstæðir stuðlabergshamrar austan við Foss á Síðu. Talið er að hamrarnir hafi mótast í lok síðustu ísaldar þegar suðurströnd landsins lá hér um. Þá hafi sjávarbrimið smám saman hreinsað allt móberg af stuðlaberginu og skapað þessi listaverk náttúrunnar. Hefur því lengi verið trúað að hamrarnir séu bústaðir álfa.

Skildu eftir svar