Ingjaldshóll á Snæfellsnesi

Mynd Chris Johnston

Ingjaldshóll er eyðibýli, fyrrum þingstaður og höfuðból á Snæfellsnesi skammt frá Hellissandi. Kirkju á Ingjaldshóli er getið í Sturlungu og í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar (1155-1211) frá 1211. Samkvæmt munnmælasögum hafði Kristófer Kólumbus vetursetu á Ingjaldshóli 1477 en hann átti að hafa komið til Íslands í þeim tilgangi að kynna sér ferðir íslenskra sæfara til Vesturheims.

Kirkjan

Árið 1696 var byggð stór kirkja á Ingjaldshóli og eru tvær altaristöflur úr þeirri kirkju varðveittar í núverandi kirkju. Sú kirkja er elsta steinsteypta kirkja í heimi, byggð árið 1903. Kirkjan var þriðja steypta húsið á Íslandi, hin tvö eru íbúðarhúsið í Sveinatungu í Norðurárdal og fjós barónsins á Hvítarárvöllum sem Barónsstígur er kenndur við. Fyrsta húsið sem byggt var úr steinsteyptum einingum var hins vegar húsið Garðar á Akranesi.

Eggert Ólafsson

Á Ingjaldshóli ólst Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur upp frá 12 ára aldri hjá móðurbróður sínum Sigurði sýslumanni. Páll á Húsafelli gerði minnisvarða um Eggert og Ingibjörgu konu hans sem settur var hér upp árið 1998.

Skildu eftir svar