Kaplagjóta í Vestmannaeyjum
Kaplagjóta er þröng sjávargjóta sunnan við Dalfjall í göngufæri frá Fjósakletti, þar sem brenna er tendruð á þjóðhátíð. Kapall er keltneskt orð, sem merkir hestur eða hryssa, en hrossum var varpað í gjótuna í kaþólskum sið, þegar bannað var að leggja sér hrossakjöt til munns. Á seinni öldum fékk gjótan á sig það orð, að þar byndu ungar stúlkur enda á harma sína vegna vonbrigða í ástum. Tíkartær eru ofan við Kaplagjótu en þar á uppburðarlítill drengur að hafa hrapað við lundaveiðar. Mun oft hafa sést til hans á þessum slóðum.