Kaplagjóta í Vestmannaeyjum

https://www.google.is/search?q=kaplagj%C3%B3ta&prmd=imvn&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=0ahUKEwjQt9P5zvnRAhWsK8AKHb7bAZQQ_AUIBygB&biw=1024&bih=653#tbm=isch&q=kaplagj%C3%B3ta&imgrc=Z1bKOYFFwz3uFM:

Kaplagjóta er þröng sjávargjóta sunnan við Dalfjall í göngufæri frá Fjósakletti, þar sem brenna er tendruð á þjóðhátíð. Kapall er keltneskt orð, sem merkir hestur eða hryssa, en hrossum var varpað í gjótuna í kaþólskum sið, þegar bannað var að leggja sér hrossakjöt til munns. Á seinni öldum fékk gjótan á sig það orð, að þar byndu ungar stúlkur enda á harma sína vegna vonbrigða í ástum. Tíkartær eru ofan við Kaplagjótu en þar á uppburðarlítill drengur að hafa hrapað við lundaveiðar. Mun oft hafa sést til hans á þessum slóðum.

 

Skildu eftir svar