Langidalur í Þórsmörk

Skagfjörðsskáli

Langidalur er dalur í sunnanverðri Þórsmörk, austan við Valahnjúk. Ferðafélag Íslands reisti sæluhús í mynni dalsins árið 1954 og var húsið nefnt Skagfjörðsskáli eftir Kristjáni Ó. Skagfjörð (1883-1951), stórkaupmanni og framkvæmdastjóra félagsins. Langidalur var lengi vel einn allra vinsælasti áfangastaður Ferðafélagsins og þar hefur margur Íslendingurinn sungið Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar við gítarundirspil á fallegu sumarkvöldi.

Gönguleiðir

Fjölmargar skemmtilegar göngurleiðir eru í kringum Langadal. Fyrir þá sem kjósa styttri gönguferðir þá er skemmtileg ganga yfir í Húsadal eða upp á Valahnjúk (458 m) þar sem hægt er að njóta útsýnis til allra átta. Efst í Húsadal er hellisskútinn Snorraríki sem nefndur í höfuðið á Snorra nokkrum sem sagan segir að hafi varist yfirvöldum á hugvitsamalegan hátt í hellinum.

 

Skildu eftir svar