Jörfi í Haukadal

Jörfi í Haukadal

Jörfi er bær í Haukadal sem getið er um bæði í Landnámu og Eiríks sögu rauða. Talið er að bærinn Valþjófsstaðir, sem þrælar Eiríks rauða felldu skriðu á, hafi staðið í landi Jörfa. Þetta var upphafið að þeim ófriði sem á endanum flæmdi Eirík rauða burt úr Haukadal. Á 16. og 17. öld var hér kirkja og þingstaður.

Jörfagleðin

Jörfagleðin  var haldin var um jól á seinni hluta 17. aldar og í byrjun 18. aldar. Gleðin, sem var fræg fyrir lauslæti og gjálífi, fór mjög fyrir brjóstið á yfirvöldum sem reyndu ítrekað að banna samkomuna. Sagan segir að í síðustu Jörfagleðinni hafi 19 börn komið undir og að ein stúlkan hafi orðið að lýsa 18 feður að barni sínu. Sá sem beitti sér einna mest gegn Jörfagleðinni var Jón Magnússon sýslumaður og fyrrverandi prestur, bróðir Árna Magnússonar handritasafnara. Jón var dæmdur til dauða fyrir fjölda hórdómsbrota en konungur náðaði hann árið 1731. Ekki voru þó allir jafn sannfærðir um óheilbrigði gleðinnar sbr. grein í Nýjum félagsritum frá árinu 1842.

Um Jörfagleði í Nýjum félagsritum (1842)

Talið er að skemmtanahaldi á Jörfa hafi verið hætt 1706 eða 1707. Aðrir þekktar skemmtanir á Vesturlandi á 18. öld þar sem dans,  t.d. Vikivaki, var stiginn undir söng veislugesta voru t.d. á Þingeyrum og á Ingjaldshóli undir jökli. Síðasta gleðin af þessu tagi var haldin á Þingeyrum 1757.

Skildu eftir svar