Öxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi

Mynd Indiegogo

Öxl er bær í Breiðuvík á Snæfellsnesi sem tengist einu óhugnalegasta sakamáli Íslandssögunnar.

Axlar-Björn

Seint á 16. öld bjó hér maður að nafni Björn Pétursson með konu sinni Þórdísi Ólafsdóttur (sumar heimildir segja að kona Björns hafi heitið Steinunn). Björn, betur þekktur sem Axlar-Björn, er án efa þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar. Margt er óljóst um glæpi Björns en talið er að hann hafi drepið 18 manns sem leið áttu um Breiðuvík. Björn rændi fórnarlömb sín og gróf eða faldi líkin. Björn var dæmdur á Alþingi 1596 og hálshöggvinn á Laugarbrekkuþingi sama ár eftir að búið var að merja útlimi hans með sleggjum. Eftir aftökuna var líkið höggvið í parta og sett á stengur. Sonur Björns, Sveinn skotti og sonarsonur, Gísli hrókur, voru einnig líflátnir fyrir illvirki sín.

Axlar- Björn í bókmenntun og listum

Axlar-Björn hefur orðið mörgum skáldum yrkisefni. Jón Árnason tileiknar honum kafla í Þjóðsögum sínum, Úlfar Þormóðsson skrifaði bókina Þrjár sólir svartar (1988) um Axlar-Björn og Megas skrifaði Björn og Sveinn eða makleg málagjöld (1994) um þá feðga Björn og Svein. Árið 2012 setti leikhópurinn Vesturport upp sýninguna Axlar-Björn um Björn og konu hans.

1000 ár gömul systkin

Árið 2016 komust systkin frá Öxl í fréttirnar vegna þess að samanlagður aldur þeirra náði 1000 árum. Systkinin voru 15 talsins, átta systur og 7 bræður. Vitað er um a.m.k. þrjá aðra systkinahópa sem náð hafa jafn háum eða hærri samanlögðum aldri.

Skildu eftir svar