Aðalstræti 2

 

Þegar konungsverslunin í Örfirisey var flutt til Reykjavíkur í kringum 1780 voru mörg húsanna endurbyggð við norðurenda Aðalstrætis, einkum á lóðum Aðalstrætis 2, Vesturgötu 2 og Hafnarstrætis 1-3. Fyrsta húsið í þessari þyrpingu byggði danskur kaupmaður Sünckenberg að nafni um 1780 þar sem nú er Aðalstrætis 2. Það hús var rifið 1855. Núverandi framhús á lóðinni byggði R. P. Tærgesen kaupmaður árið 1855. Í gegnum tíðina hafa margar verslanir verið til húsa í Aðalstræti 2, þ.á m. Ingólfsapótek og veiðarfæraverslunin Geysir.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar