Dritvík á Snæfellsnesi

Mynd Wolfgang Sauber

Dritvík er vík á suðvestanverðu Snæfellsnesi vestan við Djúpalónssand. Í um þrjár aldir var hér ein stærsta verstöð landsins en á 19. öld fór mjög að draga úr sjósókn úr víkinni. Þegar mest var er talið að milli 70 og 80 bátar hafi gert út frá Dritvík og að milli 500 og 600 vermenn hafi starfað hér við sjósókn og skreiðarvinnslu. Stóð vertíðin venjulega yfir frá góulokum til fardaga. Þurrabúðir voru fáar og bjuggu flestir vermenn í tjöldum sem strengd voru yfir hlaðnar tóftir. Útræði frá Dritvík lagðist af um 1860. Sjá einnig færsluna Rif.

 

Skildu eftir svar