Kirkjutorg 6 í Reykjavík

Á lóð númer 6 við Kirkjutorg byggði Árni Nikulásson rakari þrílyft hús árið 1903. Húsið var viðbygging við tvílyft timburhús sem byggt hafði verið 1860 og gekk undir nafninu Strýtan vegna þess hve hátt húsið var. Í upphafi var innangengt milli húsanna en síðar var skilið á milli og eldra húsið fékk númerið 6a.

Fyrsta „íslenska“ rakarastofan

Árið 1901 opnaði Árni Nikulásson fyrstu „íslensku“ rakarastofuna á Kirkjutorgi 6 en hann og afkomendur hans ráku stofuna um áratuga skeið í húsinu. Lesa má um Árna Nikulásson og aðra frumkvöðla í rakarastétt hér á landi í bók Báru Baldursdóttur og Þorgerðar H. Þorvaldsdóttir Krullað og klippt: aldarsaga háriðna á Íslandi sem út kom í desember 2018. Í bókinni segir að stofan hafi verið stofnuð til mótvægis við aðra stofu sem danskur rakari, Balschmidt, hafði þá nýlega opnað því mönnum hefði strax í upphafi verið ljóst að svona staðir ættu eftir að gegna veigamiklu „fjölmiðlahlutverki“ í samfélaginu. Í bókinni segir m.a.:

„Árni Nikulásson var eindreginn stuðningsmaður Landshöfðingaflokksins en Balschmidt mun hafa hallað sér að Valtýingum. Sigurður Ólafsson hárskerameistari hélt því staðfastlega fram ‘að sannir Íslendingar’ hefðu sneitt hjá danska rakaranum með þeim afleiðingum að reksturinn bar sig ekki og atvinnutækin hans hefðu því verið seld hæstbjóðanda“ (bls. 46).

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar