Sagnheimar í Vestmannaeyjum
Sagnheimar eru byggðarsafn Vestmannaeyinga. Í safninu má finna alls kyns muni, sem varðveita sögu eyjaskeggja og eru til vitnis um horfna atvinnu- og þjóðhætti, menningu og samfélagið í Vestmannaeyjum um aldir. Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrrverandi skólastjóri í Eyjum, var upphafsmaður að safninu og dreif það áfram af miklum krafti og ástríðu. Ýmsir merkir munir eru í Sagnheimum, sem vert er að skoða. Þar á meðal eru hlutir frá stærstu og örlagaríkustu arburðum í sögu Eyjamanna s.s. byssa, sem fannst við dýpkun hafnarinnar 1968, sömu gerðar og byssur frá tíma Tyrkjaránsins 1627. Þá skipar Heimaeyjargosið 1973 stóran sess í starfsemi safnsins.