Aðalstræti 16 (áður 14)

 

Taustofan

Fyrsta húsið sem reis við Aðalstræti 14 við upphaf þéttbýlismyndunar í Reykjavík á 18. öld var Tauvefstofa Innréttinganna, líka kallað Voðvefnaðarstofa. Þar var reist á árunum 1751-1755 en brann árið 1764. Í kjölfarið var reist hús undir spunastofu innréttinganna hér og stóð það til ársins 1816 þegar það var rifið.

Steinsenhúsið

Árið 1824 var byggt steinhús á lóðinni sem kennt var við Torfa Steinsen söðlasmið og var það kallað Steinsenshúsið. Það hús var rifið árið 1931. Á árunum 1883 til 1901 ráku bræðurnir Sturla og Friðrik Jónssynir Sturlubúð í húsinu.

Endurgerð Minjaverndar

Við endurskipulagningu reitsins Aðalstrætis 14-18 og Túngötu 2-4 var ákveðið að endurbyggja Aðalstræti 14 með útliti Fjalakattarins sem stóð við Aðalstræti 8 en var rifið árið 1985. Hið nýja hús ber nafn Fjalakattarins og er það skrifað stórum stöfum á framhlið hússins.

Fornleifafundur

Fornleifarannsókn sem gerð var í tengslum við endurskipulagningu reitisins leiddu í ljós að á 10. öld stóð víkingaaldarskáli þar sem áður var Aðalstræti 14 en nú er Aðalstræti 16.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar