Vesturgata 6 Hafnarfirði

Á lóð nr. 6 við Vesturgötu í Hafnarfirði stendur timburhús sem byggt var á árunum 1803-1805 og telst vera elsta hús Hafnarfjarðar.

Faðir Hafnarfjarðar

Húsið, sem gengur undir nafninu Sívertsens-húsið, byggði athafnamaðurinn Bjarni Sívertsen (1763-1833) sem var einn af fyrstu kaupmönnunum til að fá verslunarleyfi hér á landi eftir afnám einokunarverslunarinnar. Auk verslunarinnar rak hann bæði útgerð og skipasmíðastöð í bænum og segja má að hann hafi verið frumkvöðull í þilskipaútgerð frá Íslandi. Eins og Skúli Magnússon fógeti er oft kallaður „faðir Reykjavíkur“ þá er Bjarni kallaður „faðir Hafnarfjarðar.“ Húsið hefur verið gert upp og hýsir nú safn sem segir sögu Bjarna og lýsir vel lífi yfirstéttarfólks á Íslandi í byrjun 19. aldar.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Smella hér til að skoða götumynd á Google

Skildu eftir svar