Category: Safn

Vesturgata 6 Hafnarfirði

Á lóð nr. 6 við Vesturgötu í Hafnarfirði stendur timburhús sem byggt var á árunum 1803-1805 og telst vera elsta hús Hafnarfjarðar. Faðir Hafnarfjarðar Húsið, sem gengur undir nafninu Sívertsens-húsið, byggði athafnamaðurinn Bjarni Sívertsen...

Eldheimar

Eldheimar í Vestmannaeyjum

Eldheimar er gosminjasafn ofarlega í hlíðum Eldfells. Safnið geymir rústir húss, sem hvarf undir gjall og ösku ásamt fjölmörgum öðrum húsum í Heimaeyjargosinu 1973. Grafið var niður að húsinu árið 2008, en þá hafði...

Garðar Akranesi

Garðar eru fornt höfuðból og kirkjustaður á Akranesi. Samkvæmt Landnámu voru Garðar jörð Jörundar hins kristna sem kom hingað frá Írlandi. Faðir Jörundar, Ketill Bresason, nam allt Akranes ásamt bróður sínum Þormóði. Staðurinn var...

Hrísey

Hrísey á Eyjafirði

Hrísey er eyja í utanverðum Eyjafirði á móts við Dalvík. Eyjan er um 8 km2 að stærð og er því næst stærsta eyja Íslands. Byggðin í Hrísey heyrir undir Akureyrarkaupstað og þann 1. janúar 2014...

Hali í Suðursveit

Hali er jörð í Suðursveit í Austur-Skaftafellsýslu og hér fæddist einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar á síðustu öld, Þórbergur Þórðarson (1888-1974). Bækur Þórbergs einkennast af skarpri samfélagsrýni, glöggum mannlýsingum og góðlátlegu gríni höfundar að sjálfum sér. Þórbergur...

Keldur á Rangárvöllum

Keldur eru sögufræg jörð á Rangárvöllum, fornt klaustursetur, kirkjustaður og minjasafn. Keldur voru vettvangur atburða í Brennu-Njáls sögu og eitt af höfuðbólum Oddaverja. Hér varði Jón Loftsson frá Odda, fósturfaðir Snorra Sturlusonar, elliárunum og hér bjó sonarsonur hans, Hálfdán...

Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær er fornt höfuðból, kirkjustaður og byggðasafn í Skagafirði. Meðal þekktra ábúenda í Glaumbæ til forna má nefna Þorfinn Karlsefni landkönnuð og konu hans Guðríði Þorbjarnardóttur, Snorra son þeirra (að líkindum fyrsta hvíta barnið sem...

Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn er hús efst í Mosfellsdal, byggt 1945. Húsið byggði rithöfundurinn og Nóbelsskáldið Halldór Laxness (1902-1998) og kona hans Auður Sveinsdóttir (1918-2012), skammt frá æskuheimili Halldórs. Húsið var bæði heimili og vinnustaður skáldsins (1955).  Safn Íslenska...

Hólar í Hjaltadal

Hólar eru kirkjustaður, biskupsstóll og skólasetur í Hjaltadal í Skagafirði, lengi eitt helsta mennta- og menningarsetur Norðurlands. Biskupssetur í 7 aldir Fyrsti biskupinn á Hólum var Jón Ögmundsson en af öðrum merkum biskupum sem...

Grenjaðarstaður í Suður-Þingeyjarsýslu

Grenjaðarstaður er fornt höfuðból og kirkjustaður í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt Landnámu var staðurinn landnámsjörð Grenjaðar Hrappssonar. Grenjaðarstaður var talið eitt af bestu brauðum landins og hér sátu löngum höfðingjar og merkir prestar. Hér...

Bustarfell í Vopnafirði

Bustarfell (ekki Burstarfell sbr. burst á hússtafni) er eyðibýli og minjasafn í Hofsárdal í Vopnafirði sem stendur undir samnefndu felli.  Bæjarnafnið kemur fyrst fram í Sturlungu í tengslum við Þverárbardaga (Þverárfund) 1255 í Eyjafirði þar...

Hrafnseyri við Arnarfjörð

Hrafnseyri er jörð og kirkjustaður við norðanverðan Arnarfjörð á Vestfjörðum. Í Landnámu segir að Án Rauðfeldur og Grelöð kona hans hafi byggt sér bú í Arnarfirði þar sem þá hét Eyri. Síðar fékk staðurinn nafnið...

Eiríksstaðir í Haukadal

Eiríksstaðir í Haukadal eru fornar rústir í landi Stóra-Vatnshorns. Það er trú manna að rústirnar séu hinn forni bær Eiríks rauða sem fjallað er um í Landnámu og Eiríks sögu rauða. Samkvæmt þeim sögum bjuggu...