Bustarfell í Vopnafirði
Bustarfell (ekki Burstarfell sbr. burst á hússtafni) er eyðibýli og minjasafn í Hofsárdal í Vopnafirði sem stendur undir samnefndu felli.
Bæjarnafnið kemur fyrst fram í Sturlungu í tengslum við Þverárbardaga (Þverárfund) 1255 í Eyjafirði þar sem Eyjólfur ofsi Þorsteinsson, foringi brennumanna í Flugumýrarbrennu, féll. Elsti hluti bæjarins er að öllum líkindum frá því um 1770 en aðrir hlutar bæjarins voru byggðir á tímabilinu 1851-1900. Verulegar endurbætur voru gerðar á bænum eftir að ríkið eignaðist hann árið 1943. Eftir að hætt var að búa í bænum árið 1966 var húsinu breytt í minjasafn sem þykir lýsa vel búskapar- og lifnaðarháttum í íslenskum sveitum síðustu aldirnar.
Minjasafnið Bustarfelli Hofsárdal, Vopnafirði
Sími: 855-4511 eða 844-1153
Opið kl. 10-17 alla daga frá 01. júní til 20. september, sumaropnun.