Engillinn í Landakirkjugarði

Engillinn í Landakirkjugarði varð frægt myndefni í Heimaeyjargosinu, 1973, þegar kirkjugarðurinn fylltist af vikri og flest leiði hurfu með krossum, styttum og steinum. Í norðvestur hluta garðsins, skammt frá innganginum, megnaði kolsvart vikurregnið aldrei að færa engilinn i Landakirkjugarði í kaf. Fyrir marga varð hann tákn fyrir yfirnáttúrulega verndarhönd, sem aldrei sleppti takinu, hvað sem á dundi! Engillinn stendur á leiði Theodóru Þ. Jónsdóttur frá Garði í Vestmannaeyjum, sem dó 22 ára gömul úr berklum árið 1928.

 

Skildu eftir svar