Franski (Gamli) spítalinn

Franski spítalinn var byggður 1906 og stendur húsið í dag við Kirkjuveg 20. Spítalinn var gerður af frönsku líknarfélagi, einn af þremur á Íslandi, og var honum ætlað að þjóna frönskum sjómönnum, sem fjölmenntu á Íslandsmið í upphafi hvers árs og fiskuðu við Íslandsstrendur fram í júni. Eyjamenn tóku þátt í rekstri spítalans á 3. áratugnum enda fleiri en franskir, sem þar var hjúkrað, en frá 1928 hefur spítalinn verið íbúðarhús. Franski spítalinn var síðar auðkenndur sem Gamli spítalinn til aðgreiningar frá nýjum spítala, núverandi ráðhúsi bæjarins, sem hóf starfsemi sína 1928. Spítalinn hefur að nokkru haldið útliti sínu þrátt fyrir miklar endur- og viðbætur. Hann stendur við svokallaðan rúnt í miðbænum, sem varð helsta verslunar- og þjónustusvæði staðarins á 20. öldinni fram að Heimaeyjargosinu 1973.


Smella hér til að skoða götumynd á ja.is

Skildu eftir svar