Hásteinn í Vestmannaeyjum

Hásteinn stendur í brekkunni upp Hána á móts við Illugagötu og Brekkugötu í Vestmannaeyjum. Hægt er að klifra upp á steininn, sem var vinsælt hjá krökkum af nærliggjandi götum um miðja og fram á seinustu öld. Íþróttaleikvangur Eyjamanna er í dag kenndur við Hástein, enda stutt að fara þangað frá steininum. 16. nóvember 1962 hófst neðansjávargos suður af Heimaey, sem stóð yfir í þrjú og hálft ár, og Surtsey reis úr sæ. Hófst þá hraungos í eyjunni, sem á góðviðriskvöldum litaði himininn rauðan og bauð upp á vinsælt sjónarspil fyrir Eyjamenn, einkum þegar dimma tók. Mynduðust stundum allstórir hópar fólks á síðkvöldum við Hástein, sem mændu í suður, nutu samverunnar og „beinnar útsendingar“ frá gosinu áður en íslenskt sjónvarp bauð uppá slíkan munað nokkrum árum síðar! Við þessar aðstæður fengu sagnamenn eyjanna notið sín og rifjuðu m.a. upp gamla þjóðtrú um ógnir og vá, sem tengdust Hásteini. Rúmum áratugi síðar varð þjóðsagan fleyg, þegar Heimaeyjargosið hófst 23. janúar 1973.

Smelltu hér til þess að sjá götumynd á Já.is

Skildu eftir svar