Hundraðmannahellir í Vestmannaeyjum

Binna og Torfi, Heimaklettur

Hundraðmannahellir er vestur á Heimaey, í jaðri núverandi byggðar gegnt Herjólfsdal. Í hellinum munu um 100 manns hafa falið sig fyrir ræningjum í Tyrkjaráninu 1627. Hundur í eigu eins þeirra var á vappi við hellismunnann og mun þannig hafa vísað ræningjum á fólkið, sem síðan var smalað eins og fénaði til skipa og flutt í þrældóm til Norður-Afríku. Drengir á mynd eru í hellismunnanum u.þ.b. þremur og hálfri öld síðar, en mikið jarðsig hefur valdið því, að hellirinn er varla manngengur lengur.

 

Skildu eftir svar