Laugarbrekka á Snæfellsnesi

Laugarbrekka er eyðibýli og fyrrum kirkju- og þingstaður á Snæfellsnesi. Hér bjó Bárður Snæfellsás sem fjallað er um í sögunni Bárðar saga Snæfellsáss. Hér fæddist Guðríður Þorbjarnardóttir en hún var talin ein víðförlasta kona heim í kringum árið 1000. Guðríður var eiginkona Þorfinns Karlsefnis og móðir Snorra Þorfinnssonar, sem talið er fyrsta hvíta barnið sem fæðist í Vesturheimi. Hér má sjá friðlýsta þinghústóft en fjöldamorðinginn Axlar-Björn var dæmdur hér fyrir illvirki sín, pyntaður, líflátinn og dysjaður.

Skildu eftir svar