Málmey á Skagafirði
Endalok byggðar
Málmey er eyja á Skagafirði, hæst 156 metrar yfir sjávarmáli. Eyjan hefur lengst af verið í byggð en síðustu ábúendur hurfu burt úr eynni þegar íbúðarhús og fjós brunnu til kaldra kola rétt fyrir jólin 1951. Úlfar Þormóðsson, rithöfundur, var eitt af 10 börnum sem bjuggu í eynni þegar kveiknaði í. Hann var 7 ára gamall.
Sturlungaöld
Hingað flýðu Guðmundur Arason biskup og menn hans eftir að Tumi Sighvatsson hrakti þá frá Hólum árið 1221. Þegar faðir Tuma og bróðir, Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson, fóru á eftir biskupi eftir dráp Tuma árið 1222 flýðu Guðmundur og menn hans til Grímseyjar.
Þjóðtrú
Sú þjóðtrú hefur loðað við eyjuna að ef búið er lengur en 20 ár í eynni þá muni húsfreyjan á bænum hverfa. Og sama gildir ef hestur kemur til eyjarinnar, þá mun húsfreyjan hverfa eða brjálast!