Minnisvarði um Oddgeir Kristjánsson, tónskáld, Vestmannaeyjum

Á Stakkagerðistúni, útivistar- og hátíðasvæði Eyjamanna, er minnisvarði um Oddgeir Kristjánsson, tónskáld. Minnisvarðinn er súlnagrind, sem minnir á risastóra hörpu, utan um pall eða svið í norðvestur horni túnsins, byggður eftir hugmynd Björns Stefáns Hallssonar arkitekts. Sviðið snýr að túninu með stórbrotið umhverfið í bakgrunni, Helgafell, Eldfell og hraunið frá því síðarnefnda. Minnisvarðinn var vígður á sjómannadeginum 1982 og afhjúpaði hann ekkja Oddgeirs, Svava Guðjónsdóttir. Á hátíðarstundum, þegar Eyjamenn klæða sig upp og safnast saman á Stakkó, s.s. á sjómannadaginn og 17. júní, er minnisvarðinn miðpunkturinn á túninu, þar sem ræðuhöld og hvers kyns uppákomur fara fram. Tónlistin er oftar en ekki áberandi á slíkum dögum og minnir á arfleið Oddgeirs Kristjánssonar, sem allir eldri Eyjamenn eiga hlutdeild í og tengir þá saman órjúfanlegum böndum.

 

Smelltu hér til þess að sjá götumynd  á Já.is

Skildu eftir svar