Núpsstaður

Núpsstaður er eyðbýli í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á jörðinni standa gömul bæjarhús frá því um 1900 sem talin eru mjög dæmigerð fyrir íslenska bæi á síðustu öldum. Talið er að kirkja hafi verið á Núpsstað frá því um eða fyrir 1200. Á Núpsstað stendur gömul torfkirkja eða bænahús sem reist var á grunni kirkju frá 1650 en var að mestu leyti byggð í kringum 1850. Bænahúsið var friðlýst árið 1930 og var þá fyrsta húsið sem friðlýst var á Íslandi.

*

Aðgangur að húsunum er ekki leyfður.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar