Pólarnir
Pólarnir, eða Suðurpóll, var nafn á bráðabirgðahúsnæði sem Reykjavíkurborg reisti á árunum 1916-1918 skammt frá Miklatorgi, sunnan við Laufásveg. Húsin voru reist af fátækranefnd Reykjavíkur til að koma til móts við húsnæðisþörf tekjulágra barnafjölskyldna sem var mikil á þessum tíma. Alls voru reistar hér 48 íbúðir. Á þeim tíma var staðsetning Pólanna við ytri mörk bæjarins.
Pólitískt deiluefni
Þetta var óvandað húsnæði sem fékk snemma á sig fátækrastimpil („slum“). Af þeim sökum urðu Pólarnir ítrekað bitbein í pólitískri umræðu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Í grein í Alþýðublaðinu árið 1929 (31. desember) segir til dæmis: „Kofar eins og Bjarnaborg og Pólarnir eru til ævarandi háðungar og glæpsamlegt að dyngja fólki inn í þá. Í siðuðu þjóðfélagi er morðingjum og stórbrotamönnum ekki boðið upp á slíkar vistarverur, hvað þá heiðvirðu fólki og börnum.“ Búið var í Pólunum mun lengur en upphaflega stóð til og voru þeir ekki rifnir fyrr en árið 1965.
Rithöfundur úr Pólunum
Sigurður A. Magnússon (1928-2017) rithöfundur ólst upp í Pólunum. Árið 1979 kom út fyrsta bindi endurminninga Sigurðar, Undir kalstjörnu, sem fjallar um líf sögupersónunnar Jakobs Jóhannessonar sem ólst upp í Pólunum á kreppuárunum. Bókin hlaut Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs.
Ónákvæm staðsetning.
Myndin sem fylgir þessari grein er af Selbrekkunum við Vesturgötu, en ekki Pólunum. Auk þess er dagsetninginn röng svo skakkar einni öld. Endilega að laga þetta.
Takk fyrir ábendinguna.