Pósthússtræti 3

Mynd ESSBALD

Á lóð númer 3 við Pósthússtræti stendur reisulegt hús úr tihöggnu grjóti sem reist var árið 1882. Húsið var því eitt af fyrstu húsunum á Íslandi sem byggt var úr íslensku grágrýti. Höfundur hússins var F. Bald, yfirsmiður við byggingu Alþingishússins.

Barnaskóli, pósthús, símahús og lögreglutöð

Í fyrstu hýsti húsið Barnaskóla Reykjavíkur (1883-1898) en þá var það tekið undir pósthús og stuttu síðar Landsíma Íslands. Árið 1931 var húsið tekið undir Lögreglustöð Reykjavíkur sem var hér til ársins 1965 þegar ný lögreglustöð var opnuð við Hlemm. Í kjallara hússins voru fangageymslur sem gengu undir nafninu „Steinninn“ eða „Grjótið.“

Skildu eftir svar