Sængurkonusteinn í Vestmannaeyjum

Steinn í efri byggðum Vestmannaeyjabæjar, nánar tiltekið í Helgafellshlíðum. Þar mun ræningi í Tyrkjaráninu 1627 hafa komið að konu í barnsnauð, lagt yfir skikkju sína og þyrmt lífi hennar. Þessi saga er einstök af þeim óþjóðalýð, sem herjaði á íbúa Heimaeyjar af mikilli grimmd og flutti til ánauðar í Afríku.

 

Skildu eftir svar