Sveinatunga
Sveinatunga er eyðibýli í Norðurárdal í Borgarfirði. Hér stendur fyrsta húsið á Íslandi sem byggt var að stærstum hluta úr steinsteypu í mótum. Aðeins kjallarinn var hlaðinn úr tilhöggnu grjóti. Áður hafði aðeins eitt hús á Íslandi verið steypt en það er húsið Garðar á Akranesi. Aðeins gaflarnir í því húsi voru steyptir í mót en aðrir hlutar hússins voru byggðir úr steyptum einingum.
Fyrstu íbúarnir
Húsið í Sveinatungu byggðu hjónin Jóhann Eyjólfsson (1862-1952) bóndi og alþingismaður og kona hans Ingibjörg J. Sigurðardóttir (1872-1934 ) árið 1895. Þau hjón bjuggu í Sveinatungu til ársins 1915 en þá keyptu þau Brautarholt á Kjalarnesi þangað sem þau fluttu. Árið 1923 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þá í Hafnarstræti 18.
Umfjöllun Arons Levís er all mikið lengri en þessi úrdráttur snýr að Sveinatungu í Norðurárdal sem langafi minn og nafni byggði 🙂
Kærar þakkir fyrir þetta.
Stefán.
Jóhann. Þú værir kannski til í að setja link á þennan texta hér í athugasemdadálkinn?
Árið 1895 á bæ, efst í Norðurárdal lét bóndi að nafni Jóhann Eyjólfsson byggja fyrir sig fyrsta steinsteypta húsið í sögu Íslands. Maðurinn sem hann réð í verkið hét Sigurður Hansson en hann var steinsmiður. Í fyrstu huggðist bóndi þó byggja steinhús úr höggnum steini, líkt og hafði verið gert í Reykjavík um þó nokkurt skeið. Veturinn áður hafði Jóhann safnað að sér efni sem hann ætlaði að nota til þess að reisa húsið en komst Sigurður steinsmiður að því að efnið sem Jóhann hafði safnað væri ókleyft blágrýti. Blágrýtið var engu að síður notað og var það notað í kjallara hússins. Steinarnir voru lagðir í sementsmúrlímið og sú hlið sem snéri inn í kjallarann var höggvin. Ekki leið á löngu áður en Jóhann bóndi og Sigurður steinsmiður stóðu frammi fyrir stóru vandamáli. Það kom í ljós að engir steinar voru nýtanlegir til þess að hlaða yfir dyr og glugga. Datt þeim félögum í hug að steypa sér steina sem þeir gætu notað í þetta verkefni. Steinana ætluðu þeir að steypa saman úr mulningi sem þeir myndu binda saman með sementsmúrlími. Þá voru gerðar tilraunir með missterkum blöndum og steyptu þeir alls þrjá steina. Hlutföll steypunnar voru 1:2:2 sement, sandur og mulningur, sem reyndist best af þessum prófunum þeirra. Þeir dóu ekki ráðalausir og töldu að best og einfaldast væri að gera mót fyrir veggjunum og steypa svo steinana í þau. Borðin voru fest með því móti að þau voru skorðuð af með fleygum en ekki negld og lágu mótin laus þegar fleygarnir voru teknir frá. Uppistöðum var þannig háttað að eins metra millibil var meðfram veggjum, að ofan voru þau svo tengd með timbri. Ofan á blágrýtiskjallarann var þá steypumóti stillt upp, aðeins eitt borð á hæð. Mótin voru fyllt með þessari blöndu sem þeir höfðu fundið að best væri af þeim sem þeir höfðu prófað. Eftir að þessi blanda fékk að harðna var næst stillt upp næsta lagi og aftur, aðeins eitt borð á hæð. Mörgum gæti eflaust fundist þessi aðferð nokkuð spaugileg í dag en reynslan var ekki meiri í þá daga. Jóhann bóndi og Sigurður steinsmiður hafa verið nokkuð ráðagóðir og létu ekki hendur falla þegar babb kom í bátinn og
leystu þetta prýðinlega með mikilli þrautseigju og þolinmæði þegar þeir reistu bæinn Sveinatungu. Þetta hús var þó ekki eina steinhúsið sem reist var þetta árið því Davíð Sigurðsson, húsamiður á Akureyri, reisti við sjúkrahúsið á Akureyri fjós og haughús. Ekki er vitað um blöndunarhlutfall hjá Davíð en þar setti hann sement og sand saman í mót og raðaði smásteinum í blönduna. Mikið var talað um sveitungahúsið í Norðurárdal og þótti fólkinu í landinu þetta vera mikil tíðindi. Engu að síður varð engin almennileg útbreiðsla á þessum byggingarmáta fyrr en um aldamótin. Fyrsta steinsteypa húsið í Reykjavík var reist á árunum 1897 til 1898.
Höf:
Aron Leví Beck
24. mars 2017