Garðar Akranesi

Garðar eru fornt höfuðból og kirkjustaður á Akranesi. Samkvæmt Landnámu voru Garðar jörð Jörundar hins kristna sem kom hingað frá Írlandi. Faðir Jörundar, Ketill Bresason, nam allt Akranes ásamt bróður sínum Þormóði. Staðurinn var kirkjustaður til árins 1896 en búið var að Görðum til ársins 1936.

Byggðasafn

Byggðasafn var opnað í Görðum árið 1959 þar sem rakin er saga Akraness og nágrennis. Eitt helsta tákn safnsins til margra áratuga er kútterinn Sigurfari frá 1885. Meðal húsa sem tilheyra safninu er húsið Garðahús, fyrsta steinsteypta húsið á Íslandi en það var byggt á árunum 1876-1882 úr steinsteyptum einingum, nema gaflarnir sem voru steyptir í mót. Hér má einnig sjá húsið Geirsstaði sem Sigurgeir Guðmundsson, faðir Odds sterka af Skaganum, byggði árið 1903.

Skildu eftir svar