Viðeyjarstofa

http://hus.fornleifavernd.is
Embættisbústaður fógeta

Viðeyjarstofa er stórt steinhús í Viðey á Kollafirði, byggt á árunum  1753-1755 sem embættisbústaður Skúla Magnússonar fógeta. Húsið, sem telst vera elsta húsið í Reykjavík, var eitt af mörgum steinhúsum sem dönsk stjórnvöld létu reisa hér á landi á seinni hluta 18. aldar að frumkvæði Skúla Magnússonar fógeta. Arkitekt hússins var Daninn Nicolai Eigtved en hann teiknaði einnig konungshöllina Amalienborg í Kaupmannahöfn.

Fyrstu steinhúsin

Önnur stór steinhús sem dönsk yfirvöld létu byggja hér á landi á 18. öld voru Hóladómkirkja, Bessastaðastofa, Nesstofa, fangahúsið við Arnarhól, Viðeyjarkirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Bessastaðakirkja og Dómkirkjan í Reykjavík.

Endurbætur

Miklar endurbætur voru gerðar á Viðeyjarstofu í kjölfar þess að íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg húsið í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Síðan þá hefur húsið verið notað undir veitingahús og fundaaðstöðu.

Skildu eftir svar