Húnaflói (Flóabardagi)

Mynd ruv.is

Húnaflói er stærsti flói á Norðurlandi, um 50 km breiður þar sem hann er breiðastur. Inn af honum ganga firðir eins Hrútafjörður, Miðfjörður og Húnafjörður.  Flóabardagi, eina sjóorustan sem vitað er að Íslendingar hafi háð sín á milli, fór fram á Húnaflóa árið 1244 milli Ásbirninga, undir stjórn Kolbeins unga sem sigldi með 20 skip og 600 menn og Sturlunga, undir stjórn Þórðar Kakala Sighvatssonar sem hafði 15 skip og 210 menn. Þrátt fyrir mikinn liðsmun tókst Þórði Kakala að verjast ofureflinu og komast undan á flótta. Kolbeinn ungi lést ári síðar en Þórður Kakali sigraði Ásbyrninga í einum mannskæðasta bardaga Íslandssögunnar á Dalsáreyrum í Skagafirði árið 1246 (sjá færsluna Syðsta-Grund). Segja má að með þeim bardaga hafi valdatíma Ásbyrninga lokið.

 

Óviss staðsetning.

Skildu eftir svar