Syðsta-Grund í Skagafirði

Syðsta-Grund er bær í Blönduhlíð í Skagafirði. Árið 1246 fór þar, nánar tiltekið á Dalsáreyrum, fram ein af stórorustum Sturlungaaldar og einn mannskæðasti bardagi Íslandssögunnar, Haugsnesbardagi. Þar börðust Sturlungar, undir forystu Þórðar Kakala, og  Ásbirningar, undir forystu Brands Kolbeinssonar. Brandur var drepinn á grundinni fyrir ofan Syðstu-Grund þar sem komið hefur verið fyrir minnismerki, róðukross, um bardagann. Segja má að með þessum ósigri hafi veldi Ásbyrninga liðið undir lok.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar