Höskuldsstaðir í Laxárdal
Höskuldsstaðir eru sögufrægur bær í Laxárdal í Dalasýslu. Hér bjó Höskuldur Dala-Kollsson en Kollur faðir hans var samferðarmaður Auðar Djúpúgðu til Íslands. Höskuldur var faðir Þorleiks, Ólafs páa og Hallgerðar Langbrókar sem öll fæddust hér á Höskuldsstöðum. Móðir Ólafs Páa var Melkorka, írsk ambátt af konungsættum, en Þorleik og Hallgerði átti hann með konu sinni Jórunni Bjarnadóttur. Dala-Kollur var hálfbróðir Hrúts Herjólfssonar sem ólst upp í Noregi en flutti til Íslands og bjó á Hrútsstöðum í Laxárdal.
Ólafur pái
Ólafur pái átti soninn Kjartan með konu sinni Þorgerði Egilssdóttur, dóttur Egils Skalla-Grímssonar. Kjartan, fóstbróðir hans og frændi Bolli Þorleiksson og Guðrún Ósvífursdóttir, mynduðu ástarþríhyrninginn fræga í Laxdælu.
Höskuldur Hvítanesgoði
Höskuldur Hvítanesgoði, sem Njálssynir og Kári Sölmundarson drápu heima á Ossabæ í Austur-Landeyjum eftir rógsherferð Marðar Valgarðssonar, hét eftir langafa sínum Höskuldi Dala-kollsyni. Höskuldsstaðir koma oft við sögu í Njálssögu.