Mosfell og Hrísbrú

Mosfell er sögufrægur bær og kirkjustaður í Mosfellsdal undir samnefndu felli. Bærinn er einn af þremur bæjum undir Mosfelli, hinir tveir eru Minna-Mosfell og Hrísbrú.

Síðasta heimili Egils Skallagrímssonar

Á Mosfelli bjó Þórdís Þórólfsdóttir, stjúpdóttir Egils Skallagrímssonar, með manni sínum Grími Svertingssyni. Eftir dauða konu sinnar flutti Egill til stjúpdóttur sinnar og hér bar hann beinin, aldraður og blindur. Sagan segir að Egill hafi grafið silfurkistur þær sem Aðalsteinn konungur hafði gefið honum í nágrenni Mosfells.

Fornleifarannsóknir

Alþjóðlegar fornleifarannsóknir á Hrísbrú hafa leitt í ljós leifar kirkju og kirkjugarðs frá 10.-11. öld, jafnvel fyrr. Einnig fannst hér víkingaskáli með bogadregnum hliðum, einn sá stærsti sem fundist hefur hér á landi.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar