Neðri-Ás í Hjaltadal

Neðri-Ás er bær í Hjaltadal í Skagafirði. Ef trúa skal Kristni sögu þá reisti Þorvarður Böðvarsson hér fyrstu kirkjuna sem reist var á Íslandi skömmu fyrir kristnitöku en hingað til hafa menn litið svo á að Gissur Hvíti og tengdasonur hans Hjalti Skeggjason hafi reist fyrstu kirkjuna í Vestmannaeyjum árið 1000. Fornleifarannsóknir  hafa leitt í ljós kirkjugrunn frá því fyrir 1104 og um eitt hundrað grafir sem allar virðast vera frá þvi fyrir 1104.

Ásbirningar

Frá Öndótti kráku, afa Þorvarðar, eru Ásbirningar komnir en þeir voru ein helsta valdaætt landsins á 12. og 13. öld. Meðal þekktra Ásbirninga má nefna Kolbein Arnórsson og syni hans Tuma og Arnór, Kolbein son Tuma og Kolbein unga son Arnórs, Kolbein Kaldaljós og son hans Brand Kolbeinsson. Ásamt Haukdælum voru Ásbirningar helstu andstæðingar Sturlunga á 13. öld.

 

Skildu eftir svar