Víðimýri í Skagafirði

Mynd ESSBALD

Víðimýri er fornt höfuðból og kirkjustaður í Skagafirði, rétt ofan við Varmahlíð. Á 12. og 13. öld bjuggu hér margir af helstu höfðingjum Ásbirninga  s.s. Kolbeinn Tumason og Brandur Kolbeinsson og kom Víðimýri við sögu í mörgum af helstu atburðum Sturlungu.

Virki Snorra

Samkvæmt Sturlungu lét Snorri Sturluson reisa virki á Víðimýri og er talið að menjar þess hafi verið sjáanlegar fram á 20. öldina.

Kirkjan

Á Víðimýri hefur verið kirkja frá fornu fari, líklega fyrst aðeins bændakirkja en síðar sóknarkirkja. Ekki er vitað hver lét reisa fyrstu kirkjuna en margir þekktir klerkar hafa þjónað í Víðimýrarkirkju, þekktastur þeirra án efa Guðmundur góði Arason (1161-1237), síðar biskup á Hólum. Núverandi kirkja á Víðimýri er frá 1834 og þykir hin mesta gersemi en hún er úr torfi og timbri. Jón Samsonarson (1794-1859), alþingismaður frá Stóru-Gröf, annaðist smíði kirkjunnar. Torfið er fengið úr landi Víðimýrar en timbrið er einkum rekaviður utan af skaga. Jón Samsonarson, alþingismaður frá Stóru-Gröf, annaðist smíði kirkunnar. Kirkjan hefur verið kölluð einn „stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar.“ Altaristafla kirkjunnar er frá árinu 1616 en klukkur kirkjunnar eru báðar frá árinu 1630.

Skildu eftir svar