Fjaðrárgljúfur

ESSBALS

Fjaðrárgljúfur er einstaklega fallegt tveggja km langt og 100 metra djúpt gljúfur skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Talið er að gljúfrið hafi orðið til fyrir um það bil 9 þúsund árum fyrir tilverknað vatnsflaums sem gróf sig ofan í móbergsgrunninn sem þarna er. Fjaðrá, sem rennur um gljúfrið, á upptök sín í Geirlandshrauni og rennur í Skaftá. Árið 2016 var gljúfrið boðið til sölu en það er hluti af jörðinni Heiði í Skaftárhreppi.

Myndband Biebers

Fjaðrárgljúfur hefur lengi verið vinsæll ferðamannastaður en vinsældir staðarins jukust til muna eftir að kanadíska ungstirnið Justin Bieber tók upp myndband sitt, I’ll show you, í gljúfrinu árið 2015. Í myndbandinu baðar hann sig í Fjaðránni í nærbuxum frá Calvin Klein og veður út á klettasyllur sem lokaðar eru öllu venjulegi fólki.

Skildu eftir svar