Fjósið í Vestmannaeyjum

Daníel Steingrímsson, HeimaslóðFjósið, Hásteinsvegur 17 í Vestmannaeyjum, var heimili Högnu Sigurðardóttur, arkitekts, sem fædd er 6. júlí 1929 í Vestmannaeyjum.  Húsið hefur verið talsvert endurbætt. Högna átti sína æsku í Eyjum, fór ung til náms á fastalandið og síðan utan um tvítugsaldur til Frakklands.  Þar nam hún arkitektúr og varð þar með fyrsta íslenska konan til þess að starfa sem arkitekt.  Hún hannaði einmitt sitt fyrsta hús í gamla heimabænum sínum í Eyjum, en það hús eyðilagðist í Heimaeyjargosinu 1973.  Högna hefur alla tíð búið í Frakklandi, en teiknaði og hannaði mörg eftirtektarverð hús á Íslandi s.s. að Bakkaflöt 1 í Garðabæ, í Reykjavík og Kópavogi.  Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar hér heima og erlendis fyrir list sína. Högna lést 10. febrúar 2017, og var hennar víða minnst sem frumkvöðuls í byggingarlist. Dóttir Högnu var Sólveig Anspach, kvikmyndagerðarkona, fædd í Vestmannaeyjum 8. desember 1960, dáin 7. ágúst 2015.

 

Skildu eftir svar