Gjábakki í Vestmannaeyjum

Gjábakki við Bakkastíg í Vestmannaeyjum var fæðingarstaður Páls Jónssonar, skálda, en hann fæddist í Vestmannaeyjum 9. júlí 1779. Gjábakkabæir voru eða urðu a.m.k. 3, en á mynd má sjá Eystri Gjábakka á 20. öldinni ásamt umhverfi við Bakkastíg, en allt þetta svæði fór undir hraun í Heimaeyjargosinu 1973. Páll lærði til prests og varð síðasti presturinn á Kirkjubæjum í Vestmannaeyjum á árabilinu 1822- 1837. Hann þótti vel skáldmæltur, jafnvel kraftaskáld, sem hefði áhrif á lögmál náttúrunnar! Páll var langafi Ásgeirs Ásgeirssonar, sem síðar varð forseti Íslands. Páll lést 12. september 1846.

 

Skildu eftir svar