Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn er hús efst í Mosfellsdal, byggt 1945. Húsið byggði rithöfundurinn og Nóbelsskáldið Halldór Laxness (1902-1998) og kona hans Auður Sveinsdóttir (1918-2012), skammt frá æskuheimili Halldórs. Húsið var bæði heimili og vinnustaður skáldsins (1955). 

Safn

Íslenska ríkið keypti húsið árið 2002 og opnaði þar safn tveimur árum síðar til minningar um skáldið. Heimilið og vinnustaðurinn voru látin halda sér að mestu, þar með talið bókasafn Halldórs og vinnupúlt. Meðal muna í safninu er skosk standklukka sem var í eigu hjónanna í torfbænum Melkoti við Suðurgötu en móðir Halldórs ólst upp í Melkoti hjá móðursystur sinni og manni hennar (sjá færsluna um Melkot).

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar