Goddastaðir í Laxárdal

Photo Christian Bickel

Goddastaðir eru bær í Laxárdal í Dalasýslu. Í Laxdælu segir að hér hafi Þórður goddi og kona hans Vigdís búið. Hér ólu þau hjón Ólaf páa Höskuldsson upp frá sjö ára aldri þar til hann flutti í Hjarðarholt. Jóhannes skáld úr Kötlum fæddist á Goddastöðum 4. nóvember 1899 en flutti með foreldrum sínum í Ljárskógarsel þar sem hann ólst upp frá sex mánaða aldri.  Hann lést 27. apríl 1972.

 

Skildu eftir svar