Hali í Suðursveit

Hali er jörð í Suðursveit í Austur-Skaftafellsýslu og hér fæddist einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar á síðustu öld, Þórbergur Þórðarson (1888-1974). Bækur Þórbergs einkennast af skarpri samfélagsrýni, glöggum mannlýsingum og góðlátlegu gríni höfundar að sjálfum sér. Þórbergur var einkennilegt sambland af fræðimanni, dulspekingi og róttækum alþjóðasinna sem studdi við þróun og útbreiðslu Esperanto af mikilli ástríðu. Árið 1934 var Þórbergur dæmdur til 200 króna sektar í Hæstarétti fyrir að „smána erlenda þjóð“ en hann kallaði Adolf Hitler sadista í grein sem hann skrifaði í Alþýðublaðið 6. janúar 1934. Á Hala hefur verið stofnað safn, Þórbergssetur, til minningar um Þórberg, Þórbergssetur og þar er einnig rekin gistiþjónusta og veitingahús.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar