Hásteinsvegur 8 í Vestmannaeyjum

Mynd Heimaslóð

Hásteinsvegur 8 í Vestmannaeyjum, æskuheimili Juníusar Meyvants, Unnars Gísla Sigurmundssonar, sem fæddur er í Vestmannaeyjum 5. september 1982. Unnar teiknaði og málaði frá unga aldri, en tónlistin fangaði svo huga hans, þegar hann nálgaðist fullorðinsár. Hann fór að glamra á gítar, semja lög og texta og fékk til liðs við sig aðra hljóðfæraleikara svo sem bræður sína. Áður en varði var Unnar kominn í höfuðborgina, farinn að gefa út lög sín, sem vöktu hylli innanlands sem utan. Unnar er talinn einn af efnilegustu, yngri tónlistarmönnum landsins, var valinn bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2016 og hefur hafið útrás með tónlist sína víða um Evrópu.

 

Skildu eftir svar