Heiðarvegur 20 í Vestmannaeyjum

Heiðarvegur 20 í Vestmannaeyjum er æskuheimili Gísla og Arnþórs Helgasona, sem fæddir eru í Vestmannaeyjum 5. apríl 1952.  Ungir að árum lærðu þeir bræður að spila á hljóðfæri og ferðuðust m.a. um landið og léku á skemmtunum. Gísli og Arnþór urðu þjóðþekktir útvarpsmenn í kjölfar Heimaeyjargossins 1973, en þá héldu þeir úti þætti, Eyjapistlum, með upplýsingum og skemmtiefni, sem tengdist Eyjunum. Þeir bræður hafa leikið í hljómsveitum og gefið út eigin lagasmíðar, sem orðið hafa landfleygar og jafnframt sígildar í flokki svokallaðra Eyjalaga.

 

Skildu eftir svar