Miðey í Vestmannaeyjum

Jónas Þórir Dagbjartsson fæddist 20. ágúst 1926 í húsinu Miðey, sem stóð við Heimagötu 33, þar sem nú er hraunjaðarinn frá Heimaeyjargosinu 1973. Fimm ára gamall fór hann í fóstur til hjónanna á Jaðri, nokkrum húsum neðar við Vestmannabraut 6, þar sem hann ólst upp og var jafnan kenndur við. Jónas lærði snemma á fiðlu og trompet hjá Oddgeiri Kristjánssyni í Eyjum, en hélt svo til frekara náms til Reykjavíkur á 5. áratug síðustu aldar. Þar festi hann rætur og varð kunnur hljómlistarmaður í borginni, lék um árabil með ýmsum danshljómsveitum, kenndi tónlist víða, sá lengi um tónlistarflutning á Hótel Borg, var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og lék með henni í tæplega hálfa öld. Jónas Þórir lést 6. desember 2014. Jónas Þórir Jónasson, tónlistarmaður, er sonur Jónasar Þóris frá Jaðri í Vestmannaeyjum.

Smelltu hér til þess að sjá götumynd á Já.is

Skildu eftir svar