Sandur í Vestmannaeyjum

Heimaklettur, Simmi koló

Húsið Sandur (á miðri mynd) við Strandveg 63 stóð þar sem hús TM stendur í dag, nálægt horni Strandvegar og Heiðarvegar, en  í því fæddist Rúrik Haraldsson, leikari, 14. janúar 1926. Hann átti sín æsku- og ungdómsár í Eyjum, byrjaði ungur að leika hjá Leikfélagi Vestmannaeyja, en fór svo til höfuðborgarinnar til þess að nema leiklist hjá Lárusi Pálssyni. Þaðan hélt Rúrik svo utan til Lundúna í sama tilgangi og kom heim eftir nokkur ár til þess að leika í Leikfélagi Reykjavíkur og síðan í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann stóð á sviði næstu áratugina. Rúrik varð einn kunnasti leikari landsins, lék á annað hundrað hlutverka á sviði, mörg hundruð í útvarpi og sjónvarpi og fjölmörg í innlendum og erlendum kvikmyndum. Þá var Rúrik tónlistarmaður á yngri árum og var um árabil virkur í Félagi íslenskra leikara. Hann hlaut fjölmörg verðlaun á ferli sinum sem leikari og var virtur og dáður af þjóðinni. Rúrik lést í Reykjavík 23. janúar 2003.

 

 

Skildu eftir svar