Sólheimasandur

„Svo ríddu þá með mér Sólheimasand.“

Sólheimasandur suðurvestur af Mýrdalsjökli er einn af stóru söndunum á suðurströnd Íslands sem orðið hafa til við jökulhlaup frá nálægum eldstöðvum. Ein af mannskæðustu ám landsins, Jökulsá á Sólheimasandi, rennur undan Mýrdalsjökli um sandinn.

Afurð Kötlugosa

Talið er að Sólheimasandur í núverandi mynd hafi að mestu mótast í gosum í Kötlu 1245 og 1262 en jökulhlaup frá Kötlugosum hafa oftast ratað niður á Sólaheimasand eða Mýrdalssand, mun oftar þó Mýrdalssand.

Flugvélarbrak

Þann 21. nóvember 1973 lenti bandarísk herflugvél að C-117 gerð á leið frá Hornafirði til Keflavíkur í slæmu veðri og ísingu með þeim afleiðingum að vélin þurfti að nauðlenda á Sólheimasandi. Engan sakaði í þessu óhappi en flakið var aldrei fjarlægt og í tímans rás hefur ágangur manna og náttúru gengið svo nærri skrokknum að aðeins er eftir bert stálið. Flakið hlaut óvænta heimsfrægð árið 2015 þegar kanadíska ungstirnið Justin Bieber renndi sér á hjólabretti eftir flakinu endilöngu i myndbandi sínu við lagið I’ll show you.

Skildu eftir svar