Sólvellir í Vestmannaeyjum

Sólvellir við Kirkjuveg 25, hús til hægri á miðri mynd, var heimili Péturs Einarssonar, leikara, sem fæddist í Vestmannaeyjum 31. október 1940. Húsið var rifið um 1980 fór lóðin undir bílastæði fyrir bankann sem stendur á næstu lóð í dag. Að æsku- og unglingsárum loknum fór Pétur til Reykjavíkur í leiklistarnám og síðan hélt hann utan til Bandaríkjanna í sama tilgangi. Eftir heimkomu gerðist Pétur mikilvirkur leikari á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum, en hann var einnig skólastjóri Leiklistarskóla Íslands um árabil. Þá fékkst Pétur einnig við leikstjórn.

Skildu eftir svar