Svalbarð í Vestmannaeyjum

Svalbarð, Birkihlíð 24 í Vestmannaeyjum, var heimili Sverris Haraldssonar, listmálara, sem fæddur var í Eyjum 18. mars 1930.  Sverrir bjó hjá ömmu sinni og afa á Svalbarði, en Bjarni Jónsson afi hans byggði húsið og flutti þangað inn árið 1913. Sonarsonur hans þótti strax í æsku bók- og listhneigður með afbrigðum.  Eftir æsku- og ungdómsár lá leið Sverris til listnáms í Reykjavík, Frakklandi og Þýskalandi og varð hann einn af kunnustu listamönnum þjóðarinnar.  Sverrir lést í Reykjavík 22. febrúar 1985.

Svalbarð var rismikið hús í efri byggðum Heimaeyjar og stendur enn, lítið breytt. Athyglisvert er, að í næsta nágrenni við Svalbarð var og er annað hús, Ásbyrgi, þar sem æskuvinur Sverris bjó, Guðni Hermansen, einnig listmálari. Þeir tveir eru eflaust með allra þekktustu og virtustu listmálurum Vestmannaeyja, uppi á sama tíma og aldir upp nánast á sömu torfunni, þegar málaralist var fágæt iðja örfárra í Eyjum og hefur vart náð þeim hæðum sem hjá þeim æskuvinum.

Smelltu hér til þess að sjá götumynd á Já.is

Skildu eftir svar