Svartifoss

Svartifoss er bergvatnsfoss í Vatnajökulsþjóðgarði í Skaftafelli í Öræfum sem er umlukinn einstaklega fallegu stuðlabergi. Fossinn er vinsæll viðkomustaður ferðafólks sem heimsækir þjóðgarðinn en hann er í um 2 km fjarlægð frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli en góður göngustígur er að fossinum. Fossinn er tvímælalaust ein af perlum þjóðgarðsins.

Fossinn og húsameistarinn

Talið er að fossinn hafi verið húsameistaranum Guðjóni Samúlessyni (1887-1950) innblástur við hönnun margra þekktra bygginga í Reykjavík, þar á meðal Þjóðleikhússins og Hallgrímskirkju.

Skildu eftir svar